Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Tel búinn í læknisskoðun - Tottenham getur keypt hann fyrir 50 milljónir punda í sumar
Mynd: Getty Images
Mathys Tel verður formlega orðinn leikmaður Tottenham á næstu klukkutímum en hann er búinn í læknisskoðun og von á formlegri tilkynningu á næsta klukkutímanum.

Þessi 19 ára gamli sóknarmaður tjáði þýska félaginu Bayern München að vildi yfirgefa félagið í þessum glugga.

Arsenal, Chelsea, Manchester United og Tottenham höfðu öll mikinn áhuga á að landa honum, en Tottenham sýndi hvað mestan áhuga.

Bayern München samþykkti kauptilboð Tottenham í Tel, en leikmaðurinn var ekki til í að gera skiptin varanleg. Man Utd kom inn í baráttuna og vildi fá hann á láni en United hætti við eftir að Bayern fór fram á 5 milljónir punda fyrir lánsdvölina.

Tottenham reyndi aftur við Tel og var það Ange Postecoglou, stjóri liðsins, sem sannfærði hann um að koma á láni. Tel samþykkti það og hefur eflaust fengið loforð um að hann fái margar mínútur restina af tímabilinu.

Enska félagið náði einnig samkomulagi við Bayern um að setja kaupákvæði í samninginn en í sumar getur Tottenham keypt hann fyrir 50 milljónir punda.

Tel hefur spilað 83 leiki með Bayern og skorað 16 mörk. Hann er fyrst og fremst sóknarmaður en getur einnig spilað á vængnum.


Athugasemdir
banner
banner