Mathys Tel verður formlega orðinn leikmaður Tottenham á næstu klukkutímum en hann er búinn í læknisskoðun og von á formlegri tilkynningu á næsta klukkutímanum.
Þessi 19 ára gamli sóknarmaður tjáði þýska félaginu Bayern München að vildi yfirgefa félagið í þessum glugga.
Arsenal, Chelsea, Manchester United og Tottenham höfðu öll mikinn áhuga á að landa honum, en Tottenham sýndi hvað mestan áhuga.
Bayern München samþykkti kauptilboð Tottenham í Tel, en leikmaðurinn var ekki til í að gera skiptin varanleg. Man Utd kom inn í baráttuna og vildi fá hann á láni en United hætti við eftir að Bayern fór fram á 5 milljónir punda fyrir lánsdvölina.
Tottenham reyndi aftur við Tel og var það Ange Postecoglou, stjóri liðsins, sem sannfærði hann um að koma á láni. Tel samþykkti það og hefur eflaust fengið loforð um að hann fái margar mínútur restina af tímabilinu.
Enska félagið náði einnig samkomulagi við Bayern um að setja kaupákvæði í samninginn en í sumar getur Tottenham keypt hann fyrir 50 milljónir punda.
Tel hefur spilað 83 leiki með Bayern og skorað 16 mörk. Hann er fyrst og fremst sóknarmaður en getur einnig spilað á vængnum.
?????? Mathys Tel has signed his contract at Tottenham… with buy option included in the loan agreement.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 3, 2025
Bayern have accepted the conditions as Spurs will cover the salary until June + have chance to trigger the clause for €60m in the summer.
Tel completed his medical today. pic.twitter.com/6XbVPYgScQ
Athugasemdir