Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 11:32
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir að klófesta Munetsi
Mynd: EPA
Úlfarnir eru að ná samkomulagi við franska félagið Reims um kaup á miðjumanninum Marshall Munetsi. Sky Sports News segir að kaupverðið sé um 16 milljónir punda.

Hann verður þá annar leikmaðurinn sem Wolves kaupir frá Reims í þessum glugga en miðvörðurinn Emmanuel Agbadou var keyptur.

Munetsi er 28 ára varnartengiliður sem spilar fyrir landslið Simbabve.

Úlfarnir, sem eru í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni, vilja fá inn varnarmann og miðjumann í dag. Fyrr í morgun greindum við frá tilboði í varnarmanninn Nasser Djiga.

Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Athugasemdir
banner