Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. apríl 2021 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool fór illa með Arsenal - Jota kom inn af krafti
Jota skoraði tvennu.
Jota skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Arsenal 0 - 3 Liverpool
0-1 Diogo Jota ('64 )
0-2 Mohamed Salah ('68 )
0-3 Diogo Jota ('82 )

Liverpool fór illa með Arsenal í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fór fram á Emirates-vellinum í London.

Liverpool var með tögl og haldir á leiknum lengst af en það var ekkert skorað í fyrri hálfleik.

Diogo Jota kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik og hann kom inn með mikið líf. Hann var ekki lengi að láta til sín taka og hann skoraði fjórum mínútum eftir að hann kom inn á fyrir bakvörðinn Andy Robertson. Hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold.

Mohamed Salah gerði svo annað mark Liverpool stuttu síðar eftir sendingu frá Fabinho.

Þetta var býsna þægilegt fyrir Liverpool í seinni hálfleik, og í raun bara í allt kvöld. Jota gerði þriðja markið áður en flautað var af. Gabriel átti slaka sendingu sem Alexander-Arnold komst inn í. Boltinn endaði hjá Jota sem kláraði mjög vel.

Lokatölur 3-0 og sanngjarn, mjög sanngjarn sigur Liverpool staðreynd. Liverpool á ekki lengur möguleika á að verja titilinn en þeir eru núna í fimmta sæti með 49 stig, tveimur stigum frá Chelsea sem er í fjórða sæti. Topp fjórir er alls ekki ómögulegt, ef lærisveinar Jurgen Klopp fara að vinna heimaleiki sína. Arsenal er í níunda sæti og það verður ekki fjallað um þetta tímabil hjá Lundúnafélaginu með bros á vör, jú nema þeir vinni Evrópudeildina.

Önnur úrslit í dag:
England: Silva færði WBA líflínu í fyrsta tapi Tuchel
England: Leeds upp á efra skiltið
England: Styttist í þann sjöunda
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner