Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   lau 03. apríl 2021 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool getur ekki varið titilinn lengur
Eftir sigur Manchester City á Leicester í dag er það ljóst að Liverpool á ekki lengur möguleika á að verja titil sinn.

Liverpool varð Englandsmeistari í fyrra, í fyrsta sinn í 30 ár.

Þetta tímabil hefur ekki verið nægilega gott fyrir lærisveina Jurgen Klopp sem sitja í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Meiðsli lykilmanna hafa spilað inn í en það er auðvitað ekki eina ástæðan fyrir slöku gengi.

Liverpool getur tölfræðilega ekki lengur náð toppliði City, þó flest fólk hafi vitað það fyrir nokkrum vikum að það væri aldrei að fara að gerast.

Liverpool á enn möguleika á að vinna einn titil á þessu tímabili; Meistaradeildina.


Athugasemdir
banner
banner