Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 03. apríl 2021 13:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Silva færði WBA líflínu í fyrsta tapi Tuchel
WBA skoraði fimm
Mynd: Getty Images
Marki Diagne fagnað
Marki Diagne fagnað
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 5 West Brom
1-0 Christian Pulisic ('27 )
1-1 Matheus Pereira ('45 )
1-2 Matheus Pereira ('45 )
1-3 Callum Robinson ('63 )
1-4 Mbaye Diagne ('68 )
2-4 Mason Mount ('71 )
2-5 Callum Robinson ('90+1 )

Chelsea tapaði sínum fyrsta leik síðan Tomas Tuchel tók við þegar WBA kom í heimsókn á Brúna. Thiago Silva reyndist skúrkur þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald í stöðunni 1-0 fyrir Chelsea og skoraði WBA næstu fjögur mörk leiksins.

Mason Mount minnkaði muninn á 71. mínútu en nær komust leikmenn Chelsea ekki. Varamaðurinn Callum Robinson kom inn á fyrir Branislav Ivanovic í fyrri hálfleik, áður hafði Ivanovic komið inn á fyrir Dara O'Shea. Ivanovic tognaði í kapphlaupi við Timo Werner og því var Robinson settur inn á, þá var staðan 1-0 fyrir Chelsea.

Matheus Pereira skoraði tvö mörk í uppbótartíma fyrri hálfleiks og svo var komið að Robinson. Hann skoraði 3. mark WBA og svo innsiglaði hann sigurinn með marki í uppbótartíma, 2-5 staðreynd.

WBA er núna sjö stigum frá Newcastle í baráttunni um öruggt sæti, frábær sigur og líflína í erfiðri baráttu.

Chelsea missir af þremur dýrmætum stigum og fékk á sig fimm mörk. Eftir komu Tuchel hafði liðið einungis fengið á sig tvö mörk í fjórtán leikjum fyrir leikinn í dag!
Athugasemdir
banner
banner
banner