Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. apríl 2021 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Styttist í þann sjöunda
Það er lítið sem kemur í veg fyrir að Man City verði meistari.
Það er lítið sem kemur í veg fyrir að Man City verði meistari.
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus gerði seinna mark Man City.
Gabriel Jesus gerði seinna mark Man City.
Mynd: Getty Images
Leicester City 0 - 2 Manchester City
0-1 Benjamin Mendy ('58 )
0-2 Gabriel Jesus ('74 )

Það styttist í það að Manchester City vinni sinn sjöunda Englandsmeistaratitil, þann þriðja á síðustu fjórum árum.

City heimsótti Leicester í dag og byrjaði á að taka forystuna eftir um fimm mínútna leik. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu í aðdrgandanum.

Sjá einnig:
Leikskilningur Schmeichel - „Það sem Hannes átti að gera í Gundogan markinu"

Leicester skoraði undir lok fyrri hálfleiks en það mark var einnig dæmt af vegna rangstöðu. Jamie Vardy var vel rangstæður í því tilviki.

Manchester City var með tök á leiknum og þeir skoruðu fyrsta löglega mark leiksins á 58. mínútu. Það var bakvörðurinn Benjamin Mendy sem skoraði markið með hægri fæti. Hann fékk boltann eftir að Kasper Schmeichel varði skot Riyad Mahrez. Mendy gerði mjög vel og kláraði.

Gabriel Jesus skoraði svo annað markið á 74. mínútu eftir magnaða sendingu frá Kevin de Bruyne. Belgíski miðjumaðurinn átti magnaða stungusendingu á Jesus sem lagði hann á Raheem Sterling, en Sterling setti boltann aftur á Jesus sem skoraði.

Það reyndist lokamarkið í leiknum og lokatölur 2-0 fyrir City með 74 stig eftir 31 leik. Man Utd getur minnkað forskotið í 11 stig með því að vinna báða leikina sem þeir eiga inni á City. Það er í raun bara tímaspursmál hvenær titillinn fer á loft á Etihad-vellinum. Leicester er í þriðja sæti.

Klukkan 19:00 hefst leikur Arsenal og Liverpool en hægt er að sjá byrjunarliðin hérna.

Önnur úrslit í dag:
England: Silva færði WBA líflínu í fyrsta tapi Tuchel
England: Leeds upp á efra skiltið
Athugasemdir
banner
banner
banner