Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 03. september 2021 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
María í byrjunarliði Man Utd í sigri í opnunarleik deildarinnar
Ella Toone (t.v.) og María Þórisdóttir (t.h.)
Ella Toone (t.v.) og María Þórisdóttir (t.h.)
Mynd: Getty Images
Manchester United 2-0 Reading
1-0 Kristy Hanson ('39)
2-0 Ona Batlle ('54)

Enska Úrvalsdeild kvenna hófst í kvöld með einum leik.

Manchester United mætti Reading. United fór með sigur af hólmi. Norska landsliðskonan María Þórisdóttir lék allan leikinn í miðverði í liði United en faðir hennar er Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handbolta.

United komst yfir þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik með marki frá Kristy Hanson. Ona Batlle tvöfaldaði forskotið á 54. mínútu. Ella Toone lagði upp bæði mörk liðsins.

Þrír leikir fara fram á morgun en fyrstu umferðinni líkur á sunnudaginn m.a. með stórleik Arsenal og Chelsea.
Athugasemdir
banner