Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 03. september 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslensku liðin í Meistaradeildinni - „Þurfum að eiga okkar langbesta leik"
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari.
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks.
Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það verður leikið á Kópavogsvelli í riðlakeppninni.
Það verður leikið á Kópavogsvelli í riðlakeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Valur hefja á morgun leik í forkeppni Meistaradeildar kvenna. Bæði félög eiga eflaust þann draum að komast í riðlakeppnina.

Íslandsmeistarar Vals leika í Hollandi og mæta þar ZFK Ljuboten á morgun klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Sigurvegari viðureignarinnar mætir sigurvegaranum úr leik Twente frá Hollandi og Cardiff frá Wales um sæti í næstu umferð forkeppninnar.

„Við spilum gegn makedónsku liði í fyrri leiknum og við vitum svo sem ekki mikið um þær. Ef við vinnum þann leik spilum við gegn Twente sem er erfitt lið. Við þurfum að eiga okkar langbesta leik til að vinna þar," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, við Fótbolta.net.

Breiðablik spilar á Kópavogsvelli
Á meðan Valur fer til Hollands, þá leikur Breiðablik á heimavelli gegn FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi. Sá leikur hefst 19:00. Sigurvegari viðureignarinnar mætir sigurvegaranum úr leik Eintracht Frankfurt og Sporting CP um sæti í næstu umferð forkeppninnar.

„Það er stutt á milli leikja núna. Ég held að við eigum ágætis möguleika á móti fyrra liðinu. Við horfum í það til að byrja með. Nik og Edda undirbúa þetta vel og við fáum þetta bara beint í æð," sagði Agla María Albertsdóttir við Fótbolta.net á dögunum.

„Eins og maður hefði verið til í að fara til útlanda, þá er þetta mjög sterkt fyrir okkur fótboltalega séð að vera með þetta heima á Kópavogsvelli. Það eykur möguleika okkar talsvert mikið. Liðið sem endaði í öðru sæti fer alltaf erfiðari leið en meistararnir. Ég held að þetta auki möguleika okkar verulega."

Blikaliðið er á frábærum stað en þær eru á toppi Bestu deildarinnar. Agla María er nýkomin til baka úr meiðslum og félagið krækti á dögunum í Samönthu Smith frá FHL. Samantha hefur átt stórkostlegt sumar og byrjað mjög vel í Kópavoginum.

„Ég er mjög spennt að fara inn í Meistaradeildina. Ég held að við munum standa okkur vel, fylgist með því," sagði Samantha á dögunum.

Hvernig komast íslensku liðin í riðlakeppnina?
Til að komast áfram í riðlakeppnina þá þurfa íslensku liðin á að byrja á því að komast áfram úr þessu litla móti, ef svo má kalla það. Liðin þurfa að vinna næstu tvo leiki. Valur þarf að komast í gegnum ZFK Ljuboten frá Norður-Makedóníu og líklega svo Twente frá Hollandi á meðan Breiðablik þarf að leggja Minsk og svo líklega Frankfurt frá Þýskalandi.

Ef það tekst þá fara liðin í aðra umferð og er það tveggja leikja einvígi gegn einhverju liði. Valur komst þangað í fyrra en tapaði gegn St. Pölten frá Austurríki.

Liðin þurfa að komast í gegnum þetta tveggja leikja einvígi til að fara í riðlakeppnina. Breiðablik er hingað til eina íslenska liðið til að fara í riðlakeppnina en það gerðist 2022. Breiðablik var þá með stórliðunum Real Madrid og Paris Saint-Germain í riðlii.

Verður gaman að sjá hvort annað hvort Valskonum eða Blikum takist að komast í riðlakeppnina núna.
Athugasemdir
banner
banner