Liverpool ætlar að hefja viðræður við Mohamed Salah um nýjan samning á næstu mánuðum.
Frá þessu segir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.
Frá þessu segir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.
Núgildandi samningur Salah klárast eftir tímabilið og hann getur byrjað að ræða við félög utan Englands í janúar. Hann er greinilega farinn að setja pressu á Liverpool en hann ræddi við fjölmiðla um stöðu sína eftir leikinn gegn Manchester United síðasta sunnudag.
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá kom ég inn í þennan leik með það í huga að þetta gæti verið síðasta sinn sem ég spila á Old Trafford. Enginn hjá félaginu hefur rætt við mig um samning. Þetta er ekki undir mér komið, heldur félaginu," sagði Salah eftir leikinn gegn Man Utd.
Liverpool þarf að hafa hraðar hendur ef það ætlar ekki að missa Salah en það verður að öllum líkindum mikill áhugi á honum þegar að því kemur.
Athugasemdir