Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 03. október 2020 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Magðalena og Arna Sól skoruðu gegn Hömrunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hamrarnir 0 - 4 Fram
0-1 Fríða Þórisdóttir ('2)
0-2 Halla Þórdís Svansdóttir ('5)
0-3 Magðalena Ólafsdóttir ('21)
0-4 Arna Sól Sævarsdóttir ('38)

Hamrarnir tóku á móti Fram í 2. deild kvenna í dag þar sem Magðalena Ólafsdóttir og Arna Sól Sævarsdóttir voru í byrjunarliði Fram. Þær stöllurnar byrjuðu tímabilið að láni hjá Fram og ákváðu að ganga endanlega til liðs við félagið eftir ósætti við Þór/KA. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og leikurinn í dag því afar áhugaverður.

Gestirnir úr Safamýrinni byrjuðu frábærlega og var Fram komið í tveggja marka forystu eftir fimm mínútur.

Magðalena bætti þriðja markinu svo við á 21. mínútu áður en Arna Sól gerði útaf við sína fyrrum liðsfélaga á 38. mínútu.

Fram kláraði leikinn í fyrri hálfleik og urðu lokatölur 0-4. Fram er með 13 stig eftir sigurinn. Hamrarnir eru með 18 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner