Ísland U15 1 - 4 Spánn U15
Mark Íslands: Mattías Kjeld
Mark Íslands: Mattías Kjeld
U15 ára landslið karla mætti Spánverjum í fyrsta leik á UEFA Development móti sem fer fram í Póllandi.
Spánverjar voru gæðaflokki fyrir ofan Strákana okkar og unnu þægilegan sigur.
Mattías Kjeld, sem spilar með Val, skoraði eina mark Íslands í tapinu.
Næsti leikur Íslands er á miðvikudaginn gegn Póllandi, áður en strákarnir spila lokaleikinn við Wales á föstudegi.
Athugasemdir