Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. nóvember 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Gladbach með magnaðan útisigur í Úkraínu
Plea skoraði þrennu fyrir Gladbach.
Plea skoraði þrennu fyrir Gladbach.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Diego Simeone í Atletico gerðu jafntefli.
Lærisveinar Diego Simeone í Atletico gerðu jafntefli.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir búnir í Meistaradeildinni í dag.

Í A-riðli skildu Lokomotiv Moskva og Atletico Madrid jöfn. Anton Miranchuk jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Atletico eftir að Jose Gimenez hafði komið Atletico yfir sjö mínútum áður.

Atletico er með fjögur stig í öðru sæti riðilsins og Lokomotiv er með tvö stig í þriðja sæti.

Borussia Mönchengladbach frá Þýskalandi skellti sér á toppinn í B-riðli með 6-0 útisigri gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Algjörlega frábær sigur fyrir Gladbach á Shakhtar, sem var á toppi riðilsins fyrir leikinn. Núna er Gladbach á toppnum með fimm stig og Shakhtar með fjögur stig.

Leikur Inter og Real Madrid er að hefjast en þessi lið eru einnig í B-riðli. Inter er með tvö stig og Real með eitt stig.

Frakkinn Alassane Plea var frábær fyrir Gladbach í kvöld og skoraði hann þrennu.

A-riðill:
Lokomotiv 1 - 1 Atletico Madrid
0-1 Jose Gimenez ('18 )
1-1 Anton Miranchuk ('25 , víti)

B-riðill:
Shakhtar D 0 - 6 Borussia M.
0-1 Alassane Plea ('8 )
0-2 Valeriy Bondar ('17 , sjálfsmark)
0-3 Alassane Plea ('26 )
0-4 Ramy Bensebaini ('44 )
0-5 Lars Stindl ('65 )
0-6 Alassane Plea ('78 )

Leikir kvöldsins:
Riðill A
20:00 Salzburg - Bayern

RIðill B
20:00 Real Madrid - Inter (Stöð 2 Sport)

Riðill C
20:00 Man City - Olympiakos
20:00 Porto - Marseille

Riðill D
20:00 Atalanta - Liverpool (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Midtjylland - Ajax
Athugasemdir
banner
banner
banner