Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   sun 03. nóvember 2024 19:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tap í fyrsta leik Jóns Daða - „Risastórt fyrir mig"
Mynd: Wrexham

Jón Daði Böðvarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Hollywood-félagið Wrexham í dag.


Liðið heimsótti Harrogate í enska bikarnum en Wrexham tapaði og eina mark leiksins kom um miðja fyrri hálfleikinn. Jón Daði kom inn á sem varamaður og spilaði síðasta hálftímann en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Hann var til viðtals eftir leikinn.

„Þetta er risastórt fyrir mig. Það er orðið svolítið síðan ég hef spilað keppnisfótbolta. Ég hef lengi verið án félags og hef verið að halda mér í formi hjá mínu uppeldisfélagi á Íslandi. Ég hef eitthvað að sanna fyrir sjálfum mér og vil byrja vel fyrir félagið," sagði Jón Daði.

„Við vildum komast áfram í bikarnum. Þetta var erfitt í dag, við fengum færi en gátum ekki klárað þau. Það er svekkelsi en við getum ekki staldrað við, við munum stilla saman strengi og gera betur næst."


Athugasemdir
banner
banner
banner