
Gunnar Birgisson nefndi það í HM kvöldi í gærkvöldi að það yrði stærsti íþróttaviðburður sögunnar en hann uppskar bara hlátur frá Óla Kristjáns og Heimi Hallgríms.
„Mögulega tveir bestu knattspyrnumenn sögunnar," sagði Gunnar.
„Sagan er ekki bara þinn líftími. Sagan er miklu meira, þú ert svo fókuseraður á það sem hefur gerst síðan þú komst til vits og ára að þú ert bara farinn að dæma þetta sem stærsta íþróttaviðburð sögunnar," sagði Óli.
Gunnar var steinhissa á þessum ummælum hjá Óla að hann átti erfitt með að svara næstu spurningum síðar í þættinum.
„Sagan er ekki bara þinn líftími“ sagði Ólafur Kristjánsson við Gunnar Birgisson þegar sá yngri sagði að hugsanlega væri mögulegi á stærsta knattspyrnuleik í sögunni ef Argentína og Portúgal mætast í úrslitaleik HM í Katar pic.twitter.com/FRaKFAT2Y6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022