Juventus er nálægt því að framlengja við Kenan Yildiz, stjörnuleikmann liðsins, og er tilbúið að gera hann að launahæsta leikmanni liðsins.
Þessi tvítugi leikmaður hefur átt framúrskarandi tímabil, er með átta mörk í ítölsku A-deildinni sem er þegar meira en hann skoraði á síðasta tímabili.
Þessi tvítugi leikmaður hefur átt framúrskarandi tímabil, er með átta mörk í ítölsku A-deildinni sem er þegar meira en hann skoraði á síðasta tímabili.
Yildiz er þegar með samning til 2029 en Juventus vill ekki taka neina áhættu og er tilbúið að verðlauna tyrkneska landsliðsmanninn með nýjum og endurbættum samningi og um leið fæla frá áhugasöm félög.
Árslaun Yildiz verða um 6 milljónir evra á ári eftir undirskrift.
Athugasemdir



