Sveinn Aron Guðjohnsen er í dag sterklega orðaður við ítalska félagsins Cavese. Í gær tilkynnti norska félagið Sarpsborg að það hefði náð samkomulagi við Svein Aron um riftun á samningi.
Það er félagaskiptasérfræðingurnn Nicolo Schira sem segir frá því á X að Sveinn Aron sé á leið til Ítalíu. Hann segir að íslenski framherjinn sé búinn að samþykkja sex mánaða samning.
Cavese er í ítölsku C-deildinni, situr þar í 16. sæti C-riðils eftir 23 leiki, sjö stigum frá umspilssæti þegar 15 umferðir eru eftir.
Það er félagaskiptasérfræðingurnn Nicolo Schira sem segir frá því á X að Sveinn Aron sé á leið til Ítalíu. Hann segir að íslenski framherjinn sé búinn að samþykkja sex mánaða samning.
Cavese er í ítölsku C-deildinni, situr þar í 16. sæti C-riðils eftir 23 leiki, sjö stigum frá umspilssæti þegar 15 umferðir eru eftir.
Sveinn Aron þekkir vel til á Ítalíu en hann var á mála hjá Spezia á árunum 2018-2021. Á þeim tíma fór hann á lán til Ravenna og OB í Danmörku. Hann kom með beinum hætti að sjö mörkum með Spezia í 24 leikjum og að tveimur mörkum í ellefu leikjum með Ravenna.
Sveinn Aron er 27 ára og á að baki 20 A-landsleiki og tvö landsliðsmörk. 20. landsleikurinn kom fyrir um þremur árum síðan.
Hann er uppalinn hjá Barcelona og Gava og hefur í meistaraflokki leikið með HK, Val, Breiðabliki, Spezia, Ravenna, OB, Elfsborg, Hansa Rostock og Sarpsborg.
Athugasemdir




