Southampton lánaði markvörðinn Gavin Bazunu til Standard Liege í Belgíu áður en félagaskiptaglugganum var lokað í gær.
Bazunu mun klára tímabilið með Standard Liege.
Bazunu mun klára tímabilið með Standard Liege.
Bazunu er 22 ára gamall og var keyptur til Southampton sumarið 2022 fyrir 12 milljónir punda frá Manchester City. Hann var aðalmarkvörður Southampton í tvö tímabil, þar á meðal annað þeirra í ensku úrvalsdeildinni.
En hann hefur ekki komið við sögu á þessu tímabili eftir að hann meiddist illa.
Hann er núna búinn að jafna sig af meiðslunum og fær tækifæri til að koma sér aftur í gang í Belgíu.
Bazunu á að baki 22 landsleiki fyrir Írland og stefnir eflaust á að koma sér aftur inn í myndina hjá Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara Írlands, með góðri frammistöðu á nýjum stað.
Athugasemdir