Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skiptir til Belgíu og ætlar að koma sér aftur í myndina hjá Heimi
Gavin Bazunu.
Gavin Bazunu.
Mynd: EPA
Southampton lánaði markvörðinn Gavin Bazunu til Standard Liege í Belgíu áður en félagaskiptaglugganum var lokað í gær.

Bazunu mun klára tímabilið með Standard Liege.

Bazunu er 22 ára gamall og var keyptur til Southampton sumarið 2022 fyrir 12 milljónir punda frá Manchester City. Hann var aðalmarkvörður Southampton í tvö tímabil, þar á meðal annað þeirra í ensku úrvalsdeildinni.

En hann hefur ekki komið við sögu á þessu tímabili eftir að hann meiddist illa.

Hann er núna búinn að jafna sig af meiðslunum og fær tækifæri til að koma sér aftur í gang í Belgíu.

Bazunu á að baki 22 landsleiki fyrir Írland og stefnir eflaust á að koma sér aftur inn í myndina hjá Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara Írlands, með góðri frammistöðu á nýjum stað.
Athugasemdir
banner
banner