Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 04. apríl 2021 21:40
Aksentije Milisic
Bailly fékk Covid í landsliðsverkefni
Mynd: Getty Images
Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, greindist með Covid-19 veiruna þegar hann var í landsliðsverkefni með Fílabeinsströndinni.

Þetta staðfesti Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, eftir sigurleik United í kvöld gegn Brighton. Þar liggur útskýringin af hverju Bailly var ekki í hópnum í kvöld.

Harry Maguire og Victor Lindelof spiluðu í hjarta varnarinnar hjá United og þá var Axel Tuanzebe á varamannabekknum.

Bailly, sem kom til United árið 2016, verður því eitthvað frá á næstunni og óljóst hvenær hann verður klár aftur í slaginn.

Orðrómur var uppi um daginn að hann vilji fara frá United en hann vill fá meira traust frá Solskjær. Bailly þótti spila vel fyrir liðið í byrjun árs en var síðan settur á bekkinn þegar Lindelof var klár aftur eftir meiðsli.


Athugasemdir
banner
banner
banner