Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 04. júní 2021 21:03
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Birkir Bjarna maður leiksins
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland spilaði ekkert sérstaklega vel gegn Færeyjum í vináttulandsleik í kvöld en vann þó 1-0 sigur. Færeyingar eru súrir eftir þessi úrslit enda áttu þeir líklega meira skilið úr leiknum.

Hér má sjá einkunnagjöf íslenska liðsins úr leiknum.

Ögmundur Kristinsson - 7
Varði vel úr besta færi Færeyinga og gerði allt annað ágætlega.

Alfons Sampsted - 6
Hefði mátt gera betur sóknarlega, var ágætur varnarlega en stundum í smá brasi.

Hjörtur Hermannsson - 7
Traustur varnarlega og greinilega með fínt sjálfstraust eftir Danmerkurmeistaratitilinn.

Brynjar Ingi Bjarnason - 6
Gaman að sjá frammistöðu hans í þessum tveimur óvæntu landsleikjum.

Valgeir Lunddal Friðriksson - 6
Nokkuð traustur varnarlega en hefði mátt hafa meira fram að færa sóknarlega.

Birkir Bjarnason - 8, maður leiksins
Traustur í því sem hann gerði, öflugur og með mikla vinnslu. Átti lykilsendingu í marki Íslands og lagði upp dauðafæri Kolbeins í fyrri hálfleik.

Aron Einar Gunnarsson - 7
Fyrirliðinn traustur að vanda og hafði lítið fyrir hlutunum á miðjunni.

Ísak Bergmann Jóhannesson - 5
Hefði mátt koma meira út úr vonarstjörnunni, náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Mexíkó.

Jón Daði Böðvarsson - 5
Átti lykilsendingu í besta færi Íslands í fyrri hálfleik en annars tíðindalítill leikur hjá Jóni Daða.

Jón Dagur Þorsteinsson - 6
Fann sig betur í seinni hálfleik og var þá sprækur.

Kolbeinn Sigþórsson - 5
Virkar í fínu formi en hefði mátt skora úr besta færi leiksins í fyrri hálfleiknum.

Varamenn:
Albert Guðmundsson 6 ('46)
Mikael Anderson 7 ('62)
Stefán Teitur Þórðarson 5 ('62)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner