Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 04. júní 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saka: Stærsta augnablik ferilsins til þessa
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: EPA
Bukayo Saka opnaði markareikning sinn með Englandi í vikunni. Hann segir það stærsta augnablik ferilsins til þessa.

Enska landsliðið spilaði við Austurríki á Riverside vellinum í Middlesbrough og hafði betur með einu marki gegn engu. Ungstirnið Saka skoraði eina mark leiksins en hann er á mála hjá Arsenal og er mikið efni.

Leikurinn var liður í undirbúningi Englands fyrir EM en Saka er á leið á sitt fyrsta stórmót.

„Þetta var stærsta augnablik ferilsins til þessa. Það var stærst fyrir mig að komast í landsliðið og að skora núna, það er ótrúlegt," sagði Saka við BBC.

„Þetta er það sem þig dreymir um sem krakki."

Saka er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á kanti og sem bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner