Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 04. júní 2022 19:33
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Frábær endurkoma Njarðvíkinga sem eru áfram með fullt hús stiga
Magnús Þórir skoraði enn og aftur fyrir Njarðvíkinga
Magnús Þórir skoraði enn og aftur fyrir Njarðvíkinga
Mynd: Njarðvík
Þróttarar fagna gegn Magna í dag
Þróttarar fagna gegn Magna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvík er áfram á toppnum með fullt hús stiga eftir 3-2 endurkomusigur á KFA í 2. deild karla í dag. Þróttur R. vann þá Magna nokkuð þægilega, 4-0, á meðan Höttur/Huginn hafði betur gegn Reyni, 4-3, í fallbaráttuslag.

Þróttarar voru ekki í vandræðum með Magnamenn. Izaro Abella Sanchez náði forystunni fyrir Þróttara strax á 2. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.

Þeir gerðu svo á Magna í byrjun síðari hálfleiks og gerðu þrjú mörk á fimm mínútum. Kostiantyn Iaroshenko gerði annað markið áður en Sanchez og Sam Hewson bættu við mörkum.

Þróttarar eru í 4. sæti með 10 stig en Magni með 4 stig í 9. sæti.

Höttur/Huginn vann þá gríðarlega mikilvægan sigur í botnbaráttunni er liðið vann Reyni Sandgerði í markaleik, 4-3. Liðin skiptust á að taka forystuna í leiknum. Þegar sex mínútur voru eftir gerði Kristján Jakob Ásgrímsson sigurmarkið fyrir gestina.

Ivan Prskalo skoraði tvö fyrir Reyni í leiknum og þá gerði Rafael Alexandre Romao tvö fyrir Hött/Hugin sem er nú komið upp í 8. sæti með 4 stig en Reynir er áfram á botninum.

Njarðvíkingar unnu fimmta leik sinn í 2. deildinni í sumar með því að vinna 3-2 endurkomusigur á KFA. Staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Magnús Þórir Matthíasson hafði núllað út opnunarmark Mykolas Krasnovskis.

Marteinn Már Sverrisson kom KFA yfir með marki úr víti í upphafi síðari hálfleiks en ellefu mínútum síðar jafnaði Ari Már Andrésson fyrir Njarðvíkinga. Það var svo enginn annar en Oumar Diouck sem gerði sigurmark gestanna þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir og tryggði liðinu 3-2 sigur. Brynjar Skúlason, þjálfari KFA, var rekinn upp í stúku í uppbótartíma.

Njarðvík er á toppnum með 15 stig en KFA í 10. sæti með 2 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Magni 0 - 4 Þróttur R.
0-1 Izaro Abella Sanchez ('2 )
0-2 Kostiantyn Iaroshenko ('49 )
0-3 Izaro Abella Sanchez ('51 )
0-4 Sam Hewson ('54 )

Reynir S. 3 - 4 Höttur/Huginn
0-1 Stefán Ómar Magnússon ('1 )
1-1 Ivan Prskalo ('2 )
2-1 Sæþór Ívan Viðarsson ('7 )
2-2 Rafael Alexandre Romao Victor ('9 )
3-2 Ivan Prskalo ('30 )
3-3 Rafael Alexandre Romao Victor ('57 )
3-4 Kristján Jakob Ásgrímsson ('84 )

KFA 2 - 3 Njarðvík
1-0 Mykolas Krasnovskis ('11 )
1-1 Magnús Þórir Matthíasson ('16 )
2-1 Marteinn Már Sverrisson ('47 , Mark úr víti)
2-2 Ari Már Andrésson ('58 )
2-3 Oumar Diouck ('73 )
Rautt spjald: Brynjar Skúlason , KFA ('90)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner