Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 04. júní 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Risaslagur á Ítalíu og útileikur hjá Englandi
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það eru sjö leikir á dagskrá í Þjóðadeildinni í dag og í kvöld þar sem má finna einn ósvikinn stórleik þegar Ítalía tekur á móti Þýskalandi.


Ítalir hafa ekki átt góðu gengi að fagna eftir sigur á Evrópumótinu sem var haldið síðasta sumar. Ítalía tapaði Finalissima úrslitaleiknum gegn Argentínu á dögunum eftir að hafa verið slegið út af Norður-Makedóníu í undankeppninni fyrir HM.

England mætir þá til leiks og heimsækir Ungverjaland og eru þessar fjórar þjóðir allar saman í alvöru dauðariðli.

Þá eru þrír leikir á dagskrá í B-deild þar sem Finnar koma meðal annars við sögu og tveir í C-deild, þar sem Tyrkir eiga heimaleik við frændur okkar frá Færeyjum.

UEFA NATIONS LEAGUE A:
16:00 Ungverjaland - England
18:45 Ítalía - Þýskaland

UEFA NATIONS LEAGUE B:
13:00 Armenia - Írland
16:00 Finnland - Bosnia Hersegovina
18:45 Svartfjallaland - Rúmenía

UEFA NATIONS LEAGUE C:
16:00 Litháen - Luxembourg
18:45 Tyrkland - Færeyjar


Athugasemdir
banner
banner
banner