Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
banner
   fös 04. júlí 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gúmmíkurlið komið og Hásteinsvöllur klár - Tveir leikir á tveimur dögum
Ungur iðkendur prófuðu völlinn í gær.
Ungur iðkendur prófuðu völlinn í gær.
Mynd: ÍBV
Eyjamenn geta loksins spilað heimaleiki sína á Hásteinsvelli en búið er að leggja gervigras á völlinn sem áður var með náttúrulegu grasi.

Upphaflega átti að byrja spila á vellinum í maí en það tókst ekki. Eyjamenn hafa síðustu vikur beðið eftir sendingu af gúmmíkurli sem notað er sem fyllingarefni í völlinn en sú sending tafðist.

Kurlið kom til Eyja á dögunum og nú er völlurinn klár. Til þessa höfðu meitaraflokkr liðanna spilað heimaleiki sína á Þórsvelli, grasvelli sem er í nágrenni við Hásteinsvöll.

Framundan eru tveir heimaleikir hjá meistaraflokkum ÍBV. Kvennaliðið mætir Grindavík/Njarðvík í kvöld og karlaliðið mætir Víkingum á morgun. Fritt verður á leik kvennaliðsins í boði Vestmannaeyjabæjar.

Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 18 16 1 1 78 - 15 +63 49
2.    Grindavík/Njarðvík 18 12 2 4 43 - 22 +21 38
3.    HK 18 12 1 5 49 - 29 +20 37
4.    Grótta 18 12 1 5 38 - 25 +13 37
5.    KR 18 9 1 8 45 - 43 +2 28
6.    Haukar 18 7 1 10 28 - 44 -16 22
7.    ÍA 18 6 3 9 26 - 36 -10 21
8.    Keflavík 18 4 4 10 23 - 30 -7 16
9.    Fylkir 18 2 2 14 21 - 58 -37 8
10.    Afturelding 18 2 0 16 12 - 61 -49 6
Athugasemdir
banner