Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   sun 04. ágúst 2024 11:30
Sölvi Haraldsson
Sancho í nýju hlutverki hjá Ten Hag
Ten Hag og Sancho í leik gegn Arsenal árið 2022 á Old Trafford.
Ten Hag og Sancho í leik gegn Arsenal árið 2022 á Old Trafford.
Mynd: Getty Images

Erik Ten Hag virðist vera búinn að finna nýtt hlutverk fyrir Jadon Sancho hjá Manchester United. Hann byrjaði æfingarleikinn gegn Liverpool í nótt.


Sancho hefur ekki spilað keppnisleik fyrir Manchester United eftir að hafa ásakað Ten Hag um að ljúga. Sancho vildi meina að Ten Hag væri að ljúga um fjarveru hans í leik gegn Arsenal á seinasta tímabili í september.

Sancho fór á lán til Dortmund í janúar og var byrjunarliðsleikmaður í gamla liðinu sínu. Dortmund fóru alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnnar en töpuðu þar 2-0 fyrir Real Madrid á Wembley.

Ten Hag og Sancho virðast vera búnir að ná sáttum en Sancho spilaði í nýju hlutverki í nótt gegn Liverpool. Sancho spilaði í falskri nýju en Rasmus Hojlund hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Þá er nýji maðurinn Joshua Zirkzee ekki tilbúinn í þetta alveg strax.

Þetta er það sem við getum gert ef Rasmus (Hojlund) er ekki með okkur. Sancho er möguleiki sem fölsk nýja ef okkur vantar framherja í liðið en við vitum að hann spilar best á köntunum. Síðan vitum við af Zirkzee líka, hann er byrjaður að æfa.‘ sagði Ten Hag.

Sancho sagði á MUTV eftir leik í gær að hann sé tilbúinn að spila í þessari nýju stöðu.

Já 100%. Þetta er búið að vera gaman, veðrir er gott og aðstæðurnar frábærar í Bandaríkjunum. Það er gaman að hitta strákana aftur. Ég kem hingað oft þegar ég er í fríi á sumrin og æfi. Það eru góðar aðstæður hérna til æfingar.‘ sagði kantmaðurinn.

Maanchester United eiga leik gegn Manchester City á föstudaginn í úrslitaleik um Samfélagsskjöldin á Wembley leikvangnum.


Enski boltinn - Man Utd aftur í Meistaradeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner