Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 04. september 2016 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Shevchenko: Aron Einar bestur í íslenska liðinu
Icelandair
Mynd: Getty Images
Andriy Shevchenko, landsliðsþjálfari Úkraínu og goðsögn innan knattspyrnuheimsins, telur Aron Einar Gunnarsson vera besta leikmann íslenska landsliðsins.

Ísland heimsækir Úkraínu annað kvöld í 1. umferð undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM 2018 í Rússlandi.

„Við erum búnir að leikgreina íslenska liðið í ræmur. Þeir eru með mjög gott lið og eru sérstaklega góðir í föstum leikatriðum," sagði Shevchenko.

„Ísland spilaði vel í undankeppni EM og kom svo öllum á óvart í Frakklandi og átti mjög gott mót. Íslendingar munu mæta til leiks með sjálfstraustið í botni.

„Það er gott fyrir okkur að Kolbeinn Sigþórsson spili ekki enda er hann góður sóknarmaður, en Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði liðsins og besti leikmaður þess, enda mikill leiðtogi."


Shevchenko segir undanriðilinn vera afar spennandi þar sem ekki sé hægt að búast við öruggum sigri gegn neinum af andstæðingunum. Þá bendir hann einnig á mikilvægi þess að leikmenn hans séu grimmir og sýni mikla baráttu gegn Íslandi, sérstaklega í loftinu og í seinni boltum.
Athugasemdir
banner
banner