Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 04. september 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester neitaði að selja Praet til Torino eftir lánssamninginn
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Davide Vagnati er tæknilegur ráðgjafi, sem svipar mikið til starfs yfirmanns knattspyrnumála, hjá Torino og svaraði hann spurningum varðandi leikmannakaup félagsins í sumar.


Hann var sérstaklega spurður út í Nemanja Radonjic sem kom á láni frá Marseille í sumar og Dennis Praet sem var lánaður frá Leicester á síðustu leiktíð.

„Við ætlum að kaupa Radonjic frá Marseille. Hann er að taka launalækkun á sig til að ganga til liðs við okkur," sagði Vagnati og hélt svo áfram.

„Við vildum kaupa Praet en Leicester neitaði að selja hann til okkar í sumar."

Praet, sem hefur áður leikið fyrir Sampdoria á Ítalíu, spilaði 23 leiki á síðasta deildartímabili og vildi Torino kaupa hann ódýrt. Hann er framsækinn miðjumaður með tvö ár eftir af samningnum við Leicester og 63 leiki að baki fyrir félagið.

Hann hefur komið við sögu í þremur leikjum á tímabilinu og var í byrjunarliðinu í 2-1 tapi gegn Chelsea.

Leicester hefur ekki átt pening til leikmannakaupa í sumar og seldi Wesley Fofana til Chelsea undir lok félagsskiptagluggans. Félagið keypti belgíska miðvörðinn Wout Faes í staðinn frá Reims í Frakklandi fyrir 15 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner