Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. október 2019 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spurning hvort Mbappe nái leiknum gegn Íslandi
Icelandair
Mbappe og Neymar í góðum gír.
Mbappe og Neymar í góðum gír.
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn Kylian Mbappe mun missa af leik Paris Saint-Germain gegn Angers í frönsku úrvalsdeildinni á morgun.

Mbappe meiddist aftan í læri í águst og eru þau meiðsli enn að stríða honum.

Hinn tvítugi Mbappe kom inn á sem varamaður gegn Bordeaux um síðustu helgi og lagði upp sigurmarkið fyrir Neymar. Hann kom einnig inn á sem varamaður þegar PSG vann 1-0 sigur á Galatasaray í Meistaradeildinni í vikunni. Hann spilaði þá um hálftíma.

Hann mun hins vegar ekki spila á morgun.

„Það er ekki möguleiki fyrir hann að spila á morgun," sagði Thomas Tuchel, þjálfari PSG.

Tuchel telur að Mbappe verði klár í slaginn eftir nokkra daga. Framundan eru landsleikir og er Mbappe í landsliðshópi Frakklands sem mætir Íslandi eftir viku. Hvort hann verði klár í þann leik verður að koma í ljós.

Það er nú þegar ljóst að Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, missir af leiknum gegn Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner