Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 04. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hafnaði að spila fyrir Nígeríu - Valdi Alsír
Michael Olise fagnar marki sínu um helgina
Michael Olise fagnar marki sínu um helgina
Mynd: Getty Images
Michael Olise, leikmaður Crystal Palace á Englandi, hefur ákveðið að hafna því að spila fyrir nígeríska landsliðið og ætlar hann að velja Alsír en Oluwashina Okeleji, blaðamaður BBC, greinir frá þessu.

Olise er 19 ára gamall og er fæddur og uppalinn á Englandi en á tvo leiki fyrir U18 ára landslið Frakklands.

Þessi öflugi sóknartengiliður á möguleika á því að spila fyrir fjögur landslið. Hann getur spilað fyrir Alsír, England, Frakkland og Nígeríu en faðir hans er nígerískur á meðan móðir hans er uppalin í Frakklandi en af alsírskum uppruna.

Möguleikar Olise á að spila fyrir England og Frakkland eru litlir og því stóð valið á milli Nígeríu og Alsír, en samkvæmt Okeleji þá hefur Olise ákveðið að hafna nígeríska knattspyrnusambandinu og spila fyrir Alsír.

Olise skoraði fyrsta úrvalsdeildarmark sitt um helgina í 2-2 jafntefli Crystal Palace gegn Leicester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner