Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   mið 04. október 2023 08:45
Elvar Geir Magnússon
Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers
Powerade
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Tekur Lampard við Rangers í Glasgow?
Tekur Lampard við Rangers í Glasgow?
Mynd: EPA
Xavi Simons.
Xavi Simons.
Mynd: EPA
Sancho, Messi, Osimhen, Ferguson, Toney, Branthwaite, Lampard og Modric eru meðal góðra manna sem eru í Powerade slúðurpakkanum á þessum miðvikudegi.

Enski miðvörðurinn Jarrad Branthwaite (21) hjá Everton er á lista Manchester United yfir leikmenn sem þeir ætla að reyna að fá í næsta glugga. Branthwaite er U21 landsliðsmaður Englands. (Mail)

Það eru auknar líkur á því að Jadon Sancho (23) yfirgefi United í janúar en Borussia Dortmund hefur áhuga á að fá hann aftur. (Sky Þýskalandi)

Frank Lampard er tilbúinn að ræða við Rangers um stjórastarf félagsins. Skotarnir eru í stjóraleit eftir að Michael Beale var rekinn. (Telegraph)

Lionel Messi (36) hefur ákveðið að snúa aftur til síns fyrsta félags, Newell's Old Boys í Argentínu, þegar samningurinn við Inter Miami rennur út 2025. (Mirror)

Leeds, Leicester og Burnley hafa ritað sameiginlegt bréf til 777 Partners sem er að vinna í að kaupa Everton og sagst ætla að fara í málaferli við félagið ef það verður dæmt sekt um brot á eyðslureglum ensku úrvalsdeildarinnar. (Mail)

Chelsea er líklegast til að fá Victor Osimhen (24) frá Napoli næsta sumar. Evan Ferguson (18) frá Brighton og Ivan Toney (27) frá Brentford eru einnig meðal sóknarmanna sem Chelsea hefur áhuga á. (Caught Offside)

Tottenham gæti selt danska miðjumanninn Pierre-Emile Höjbjerg (28) ef félagið fær 28 milljóna punda tilboð. Juventus er líklegast til að fá leikmanninn. (Gazzetta Dello Sport)

Tottenham fylgist með stöðu mála hjá portúgalska vængmanninum Jota (24) sem kom til Al-Ittihad frá Celtic í sumar. Hann hefur enn ekki verið skráður hjá Sádi-Arabíska félaginu. (90min)

Paris St-Germain segir að Xavi Simons (20) sé ætlað stórt hlutverk í framtíðaráætlunum félagsins. Manchester City og Barcelona hafa sýnt hollenska miðjumanninum áhuga en hann er á lánssamningi hjá RB Leipzig. (90min)

Barcelona er tilbúið að hlusta á tilboð í alla leikmenn sína. Félagið er enn að vinna í því að laga fjárhag sinn. (Sport)

Real Madrid finnst Luka Modric (38) hafa dalað og króatíski miðjumaðurinn gæti yfirgefið spænska risaliðið. Modric hefur verið orðaður við Inter Miami. (Football Espana)

Hollenski vinstri bakvörðurinn Jeremie Frimpong (22) mun skrifa undir nýjan samning við þýska félagið Bayer Leverkusen. Verðmiði hans mun þá hækka en Manchester United og Real Madrid hafa áhuga á honum. Skoska félagið Celtic, fyrrrum félag Frimpong, er með ákvæði um að fá 30% af næsta söluverði hans. (Daily Record)
Athugasemdir
banner
banner
banner