Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 04. nóvember 2024 14:24
Elvar Geir Magnússon
Jökull búinn að rifta hjá Reading
Jökull og þjálfari Aftureldingar, Magnús Már Einarsson.
Jökull og þjálfari Aftureldingar, Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Jökull Andrésson náði samkomulagi við Reading um riftun á samningi hans. Hann hefur verið á mála hjá enska félaginu síðan 2017.

Jökull, sem er 23 ára, lék á lánssamningum fyrir Hungerford Town, Exeter City, Morecambe, Stevenage og Carlisle United í neðri deildum Englands.

Á liðnu sumri átti hann lykilþátt í að koma Aftureldingu upp í Bestu deildina en hann kom til liðsins á miðju sumri og gengi þess lagaðist mikið. Afturelding vann Keflavík í úrslitaleik umspilsins.

Það kæmi ekki koma á óvart ef Afturelding tilkynnir á næstunni um samning við Jökul og hann taki slaginn með uppeldisfélagi sínu í efstu deild.

„Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér, ég er í skýjunum mér líður frábærlega. Maður er frá Mosfellsbæ, ég ólst upp í Aftureldingu. Maður þekkir ábyggilega 99 prósent þeirra í stúkunni, annaðhvort frændi eða frænka eða eitthvað. Þetta er svo gaman, svo mikil veisla," sagði Jökull við Fótbolta.net eftir leik í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner