Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 05. febrúar 2020 10:36
Magnús Már Einarsson
Gunnari Gylfa sagt upp hjá KSÍ - Kom mörgum á óvart
Gunnar Gylfason.
Gunnar Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ í áraraðir, var sagt upp störfum fyrir helgi en 433.is greinir frá þessu í dag.

Gunnar hefur verið starfsmaður í kringum landsliðsmál KSÍ undanfarin ár og meðal annars verið í stóru hlutverki í starfi í kringum EM í Frakklandi 2016 og HM 2018.

Starfsmönnum KSÍ var tilkynnt um uppsögn Gunnars á starfsmannanfundi og kom uppsögnin mörgum í opna skjöldu að sögn 433.is. Gunnar var sagður traustur samstarfsmaður og var í stóru hlutverki innan sambandsins.

„Ástæðan fyrir uppsögn Gunnars er skipulagsbreyting, við erum alltaf að endurskoða hvernig við getum höndlað okkar mál,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ í samtali við 433.is í dag.

„Við erum alltaf að skoða ferðakostnað og þau mál, sumum verkefnum er kannski betur komið fyrir á öðrum stöðum,“ sagði Klara við 433.is og átti þar við að KSÍ skoði að setja einhver verkefni í hendur annara aðila sem starfa ekki hjá KSÍ.

Áður fyrr starfaði Gunnar sem fjölmiðlafulltrúi hjá KSÍ en hann var einnig lengi aðstoðardómari í efstu deild á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner