Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. mars 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Benzema aftur til æfinga - Risaleikur framundan
Karim Benzema.
Karim Benzema.
Mynd: Getty Images
Meiðslalisti Real Madrid hefur verið frekar langur síðustu vikur en leikmenn eru að snúa til baka af listanum.

Karim Benzema mætti aftur til æfinga í dag en um helgina er risaleikur, grannaslagur gegn Atletico Madrid.

Benzema hefur skorað 17 mörk á tímabilinu og er aðalmaðurinn í sóknarleik Real. Hann hefur sýnt mikinn stöðugleika í markaskorun en hefur misst af síðustu tveimur leikjum.

Marca segir að Sergio Ramos, Eden Hazard, Dani Carvajal og Mariano Diaz séu allir óleikfærir fyrir grannaslaginn. Bakslag hafi komið í meiðsli Eden Hazard og Belginn snúi ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan mars.

Real Madrid er fimm stigum á eftir Atletico sem trónir á toppi deildarinnar. Real hefur leikið leik meira og mikilvægi leiksins gríðarlegt.

Leikur Atletico Madrid og Real Madrid verður klukkan 15:15 á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner