Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 05. apríl 2023 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að áhuginn á landsliðsþjálfarastarfi Íslands sé mikill
Icelandair
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og formaðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og formaðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er liðin tæp vika síðan KSÍ tók ákvörðun um að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara.

Arnar var í síðustu viku rekinn eftir fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2024. Arnar hafði þá stýrt liðinu síðan í desember 2020.

„Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi í dag eftir að við vorum að ræða landsliðsmálin í gær. Það kemur í ljós að trúin á að við séum með rétta manninn sé ekki lengur til staðar," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolta.net eftir að Arnar var látinn fara.

Það hafa fjölmargir þjálfarar verið nefndir til sögunnar í tengslum við starfið en í samtali við Fótbolta.net segir Vanda að KSÍ sé í könnunarferli.

„Með þjálfaramálin þá erum við í könnunarferli. Við erum að safna nöfnum og þreifa fyrir okkur. Áhuginn er mikill og nöfn berast reglulega til okkar. Eins og ég hef sagt erum við að leita að reynslumiklum þjálfara, viljum vanda til verka og erum bjartsýn á framhaldið," segir Vanda en möguleiki er á því að næsti þjálfari verði erlendur.

Næsta verkefni landsliðsins er í júní þegar liðið spilar mikilvæga leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024.

Sjá einnig:
Tíu sem gætu tekið við landsliðinu af Arnari
Athugasemdir
banner