Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 30. mars 2023 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu sem gætu tekið við landsliðinu af Arnari
Icelandair
Arnar var rekinn í dag.
Arnar var rekinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þau stóru tíðindi voru að berast úr Laugardalnum að búið sé að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara Íslands.

„Stjórn KSÍ hefur tekið ákvörðun um að leysa Arnar Þór Viðarsson frá störfum sem þjálfara A landsliðs karla og mun nú hefja leit að eftirmanni hans. Stjórnin metur þetta nauðsynlegt skref með hagsmuni liðsins í huga og möguleikann á að ná þeim árangri sem þarf til að koma liðinu aftur í fremstu röð," segir í tilkynningu KSÍ.

Arnar tók við þjálfun liðsins í desember 2020. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir störf sín og í könnun á Fótbolta.net í síðustu sögðust 89 prósent lesenda vilja losna við hann strax.

En hver tekur við liðinu af Arnari? Hérna fyrir neðan má sjá tíu kosti sem gætu tekið við liðinu.

Ísland hóf nýverið leik í undankeppni EM 2024 og er með þrjú stig eftir leiki; liðið tapaði 3-0 gegn Bosníu en vann svo Liechtenstein í öðrum leik sínum 7-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner