Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 05. september 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu vítaspyrnurnar sem skildu Ísland og England að
Icelandair
England fór með stigin þrjú úr Laugardalnum.
England fór með stigin þrjú úr Laugardalnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikil dramatík undir lokin þegar Ísland og England áttust við á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni.

England fékk vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hendi Sverris Inga Ingasonar. Raheem Sterling fór á punktinn og skoraði.

Í næstu sókn fékk Ísland víti þegar Joe Gomez braut á Hólmberti Aroni Friðjónssyni. Birkir Bjarnason fór á punktinn en skaut boltanum yfir markið.

Úr textalýsingu
Á 90. mínútu (Raheem Sterling - mark): „Sendir Hannes í rangt horn."

Á 91. mínútu: ÍSLAND FÆR VÍTI!!!! HÓLMBERT FÆR VÍTI NÝKOMINN INN SEM VARAMAÐUR!!!!! Hólmbert kom hlaupandi inn í teiginn og Joe Gomez fór aftan í hann! Serbneski dómarinn bendir á punktinn.

á 92. mínútu:: NEEEEIIIII!!!! Birkir skýtur yfir úr vítaspyrnunni. Afskaplega slök spyrna.

á 94. mínútu: Hetjuleg barátta hjá Íslandi, gáfum fá færi á okkur. En England vann "vítaspyrnukeppnina" undir lokin.

Vísir.is hefur birt myndskeið af dramatíkinni undir lokin og má sjá það hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner