Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 05. september 2021 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Mikael Egill spilar með U21 á þriðjudag - Finnur og Brynjólfur meiddir
Icelandair
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson verður í hópnum hjá U21 árs landsliðinu gegn Grikklandi á þriðjudag og verður því ekki með A-landsliðinu gegn Þýskalandi á miðvikudag.

Mikael er nýliði í íslenska A-landsliðinu en hann hefur þó ekki spilað mínútu í fyrstu tveimur leikjunum í þessum glugga.

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfarar A-landsliðsins, hafa því ákveðið að leyfa honum að spila með U21 árs landsliðinu gegn Grikklandi á þriðjudag.

Hjalti Sigurðsson, leikmaður Leiknis R., kemur einnig inn í hópinn hjá U21 en Brynjólfur Andersen Willumsson og Finnur Tómas Pálmason verða ekki með vegna meiðsla.

U21 árs landsliðið hefur aðeins spilað einn leik í undankeppni EM en sá leikur vannst gegn Hvíta-Rússlandi á dögunum, 2-0.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner