Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. október 2019 11:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: blikar.is 
Óskar Hrafn ráðinn þjálfari Breiðabliks (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson var rétt í þessu staðfestur sem nýr þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki.

Óskar skrifar undir fjögurra ára samning við Kópavogsliðið. Óskar gerði frábæra hluti með Gróttu og stýrði liðinu upp úr 2. deild karla í fyrra og sigraði svo Inkasso-deildina í sumar og kom Gróttu upp í Pepsi-Max deildina.

Óskar hefur áður þjálfað yngri flokka hjá KR og Gróttu og lék um árabil með meistaraflokki KR. Hann á auk þess þrjá A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

„Ég er þakklátur fyrir að vera treyst til að leiða, jafnöflugt félag og Breiðablik er, næstu árin. Leikmannahópurinn er framúrskarandi, aðstæðurnar fyrsta flokks og ég get ekki beðið eftir að byrja að vinna með öllu því góðu fólki sem kemur að félaginu. Á sama tíma kveð ég Seltjarnarnesið með söknuði, leikmannahóp, stjórn og starfsfólk sem ég hef átt tvö ótrúlega viðburðarrík ár með," sagði Óskar Hrafn eftir að hafa skrifað undir.
Athugasemdir
banner
banner