Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 05. október 2021 13:10
Elvar Geir Magnússon
Grískur fótboltamaður myrtur
Nikos Tsoumanis (til vinstri) í U21 landsleik 2011.
Nikos Tsoumanis (til vinstri) í U21 landsleik 2011.
Mynd: Getty Images
Gríska lögreglan telur að fótboltamaðurinn Nikos Tsoumanis hafi verið myrtur en hann fannst látinn í bifreið sinni með hendurnar bundnar og belti í kringum hálsinn.

Hann var 31 árs gamall og var samstundis fluttur á sjúkrahús en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

Tsoumanis, sem var vinstri bakvörður, lék á sínum tíma tvo U21 landsleiki fyrir Grikkland en hann var leikmaður uppeldisfélags síns, Makedonikos sem spilar í C-deildinni.

Hann hafði spilað víðar um Grikkland, þar á meðal með Corfu, Panthrakikos, Veria, Aris, Apollon Kalamaria og Xanthi. Alls lék hann 126 leiki og skoraði fjögur mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner