Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jesse Marsch rekinn eftir fimm mánuði í starfi (Staðfest)
Mynd: Getty Images
RB Leipzig hefur ákveðið að reka Jesse Marsch stjóra liðsins en liðið tapaði gegn Union Berlin 2-1 á föstudagskvöldið.

Hlutirnir hafa ekki alveg gengið hjá Leipzig í ár en liðið er sem stendur í 11. sæti efstu deildarinnar í Þýskalandi. Þá nældi liðið í sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í síðustu umferð með 5-0 sigri gegn Club Brugge.

Liðið mætir Man City á þriðjudaginn en Achim Beierlorzer aðstoðarþjálfari liðsins mun stýra liðinu í þeim leik.

„Það er synd að þetta gekk ekki upp eins og við vonuðumst eftir en þetta skref er nauðsynlegt. Því miður var þróunin ekki sú sem við vonuðumst eftir til að ná markmiðum okkar," sagði Oliver Mintzlaff yfirmaður fótboltamála hjá RB Leipzig.

Marsch gerðist stjóri Leipzig í sumar en hann skrifaði undir tveggja ára samning. Hann tók við af Julian Nagelsmann sem er stjóri Bayern Munchen í dag.

Hann var aðstoðarmaður Ralf Rangnick stjóra Man Utd tímabilið 2018-19.
Athugasemdir
banner
banner
banner