Pierre-Emerick Aubameyang, helsti markaskorari Arsenal á tímabilinu, gaf viðtal fyrir leik Arsenal og Leeds United í enska bikarnum.
Aubameyang er ekki í hópi hjá Arsenal þar sem Mikel Arteta kaus að hvíla hann fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni.
Aubameyang er fyrirliði Arsenal og hefur verið orðaður við brottför hjá félaginu. Hann sé ekki ánægður vegna slæms gengis og vill skipta yfir til félags þar sem hann getur unnið titla.
„Að lokum vil ég bregðast við þessum orðrómi sem er í gangi um mig í fjölmiðlum. Fólki finnst gaman að skálda upp sögur þegar það ætti frekar að einbeita sér að því sem er í gangi á vellinum," sagði Aubameyang.
„Fólk talar of mikið og gefur mér hausverk. Ég er fyrirliði Arsenal. Ég elska þetta félag og er búinn að skuldbinda mig því, ég þrái ekkert heitar en að hjálpa félaginu að komast aftur upp á toppinn."
Athugasemdir