Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. febrúar 2023 12:08
Elvar Geir Magnússon
Býst við að langt sé í niðurstöðu í máli Man City
Etihad leikvangurinn, heimavöllur Manchester City.
Etihad leikvangurinn, heimavöllur Manchester City.
Mynd: Getty Images
Simon Stone, íþróttafréttamaður breska ríkisútvarpsins, býst við að langt sé í niðurstöðu í máli Manchester City sem er sakað um að hafa svindlað á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar.

Sjá einnig:
Enska úrvalsdeildin sakar Man City um að hafa brotið fjárhagsreglur
Daily Mail: Stig gætu verið dregin af Man City

„Manchester City hefur alltaf neitað því að hafa haft rangt við. Þeir hafa alltaf sagt að umfjöllun Der Spiegel hafi verið óviðunandi. Þegar UEFA fór af stað með sitt mál sagðist City ekki hafa neina trú á rannsókninni og þegar dómur féll gegn þeim fóru þeir beint til alþjóðlega íþróttadómstólsins CAS.;" segir Simon Stone.

„Manchester City er vopnað allra bestu lögmönnunum sem skoða hvert einasta smáatriði í málferlum ensku úrvalsdeildarinnar. Allt þetta mál mun kosta mikinn pening og dragast á langinn."

„Það tók ensku úrvalsdeildina fjögur ár að komast á þetta stig, ekki búast við neinni niðurstöðu strax. Ef sekt verður á endanum sönnuð á Manchester City er algjörlega óvíst hver refsingin verður. Reglur deildarinnar hvað það varðar eru algjörlega opnar í báða enda og við erum á algjöru óvissustigi."

„Orðspor City og eiganda félagsins er í húfi. Það verður mjög fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður," segir Stone.

Ásakanirnar á hendur ríkjandi Englandsmeisturum tengjast fjárhagsupplýsingum varðandi tekjur, upplýsingar um laun stjóra og leikmanna, reglugerðir UEFA, arðsemi og sjálfbærni. Þá er sagt að félagið hafi ekki sýnt samstarfsvilja síðan rannsóknin fór af stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner