Anton Logi Lúðvíksson er mættur aftur heim í Breiðablik en hann kemur frá norska liðinu Haugesund. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við Breiðablik.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfari Blika, fékk Anton Loga til sín í janúar í fyrra til norska liðsins Haugesund en Anton fékk ekki mikið að spila eftir að Óskar hætti þar í maí. Alls kom hann við sögu í 24 leikjum með Haugesund.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfari Blika, fékk Anton Loga til sín í janúar í fyrra til norska liðsins Haugesund en Anton fékk ekki mikið að spila eftir að Óskar hætti þar í maí. Alls kom hann við sögu í 24 leikjum með Haugesund.
Anton Logi er 21 árs gamall miðjumaður og er uppalinn Bliki en hann hefur leikið 63 leiki fyrir liðið og skorað sex mörk. Hann var lykilmaður í liðinu áður en hann var seldur út eftir tímabilið 2023. Hann hefur leikið 28 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og einn A-landsleik.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, greindi frá því í viðtali við Fótbolta.net á dögunum að félagið væri í leit að miðverði og framherja fyrir átökin næsta sumar.
Athugasemdir