Alexander Isak, sóknarmaður Newcastle, sýndi Arsenal glögglega hvað hann gæti gert fyrir þeirra lið. Hann var sífellt ógnandi og gerði varnarmanninum öfluga William Saliba lífið leitt.
Barátta Isak og Saliba var eitt helsta einvígi leiksins þegar Newcastle vann 2-0 sigur gegn Arsenal í undanúrslitum enska deildabikarsins, einvígið endaði 4-0.
Newcastle er því komið í úrslitaleikinn á Wembley og gæti þar bundið enda á 70 ára bið félagsins eftir stórum titli.
Barátta Isak og Saliba var eitt helsta einvígi leiksins þegar Newcastle vann 2-0 sigur gegn Arsenal í undanúrslitum enska deildabikarsins, einvígið endaði 4-0.
Newcastle er því komið í úrslitaleikinn á Wembley og gæti þar bundið enda á 70 ára bið félagsins eftir stórum titli.
„Ég hef aldrei séð neinn tæta Saliba svona. Isak er með hann í vasanum," sagði Gary Neville sem lýsti leiknum á Sky Sports.
Isak, sem er 25 ára, hefur skorað 19 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum fyrir Newcastle. Mark var dæmt af honum í gær en þó hann hafi ekki skorað í leiknum átti hann frábæran leik. Hann hefur skorað 40,5% af mörkum Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
„Newcastle á bestu stuðningsmennina, bestu áhorfendurna. Þeir sýndu það í gær. Ég held að allir hafi viljað sjá Newcastle í úrslitaleiknum og allir vilji sjá Newcastle vinna bikar. Þetta hefur verið löng bið," segir Olivier Bernard, fyrrum leikmaður Newcastle.
Athugasemdir