Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
banner
   fim 06. febrúar 2025 09:27
Elvar Geir Magnússon
Draumar rættust hjá Víkingi Heiðari á St James' Park
Víkingur Heiðar á heimavelli Newcastle í gær.
Víkingur Heiðar á heimavelli Newcastle í gær.
Mynd: Instagram
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson átti algjöra draumaviku. Í byrjun vikunnar var hann sæmdur Grammy-verðlaunum fyrir plötu sína þar sem hann leikur Goldberg-tilbrigði Jóhanns Sebastians Bachs.

Í gær var hann svo sérstakur gestur á leik Newcastle og Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins. Í færslu á Instagram segir hann að æskudraumur sinn hafi ræst þar sem hann hafi fylgt Newcastle af ástríðu síðan hann var ellefu ára gamall.

„Takk Newcastle fyrir að bjóða mér á þennan goðsagnakennda leik og fyrir að taka svona höfðinglega á móti okkur. Það að vinna Arsenal með svona sannfærandi hætti og komast í úrslitaleikinn var með hreinum ólíkindum og ég mun aldrei gleyma þeim látum sem voru á leikvangnum," skrifaði Víkingur en hann var staddur í borginni vegna tónleika sem fram fara í kvöld.

Newcastle fór á kostum, vann leikinn 2-0 í gær og einvígið 4-0. Liðið er komið í úrslitaleikinn á Wembley og gæti þar bundið enda á 70 ára bið félagsins eftir stórum titli.



Athugasemdir
banner
banner
banner