mán 06. mars 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reims núna það lið sem hefur farið í gegnum flesta leiki án taps
Will Still, stjóri Reims.
Will Still, stjóri Reims.
Mynd: Getty Images
Það lið sem hefur núna farið í gegnum flesta leiki án taps í fimm stærstu deildum Evrópu er Reims frá Frakklandi.

Reims hefur verið á ótrúlegu skriði í frönsku úrvalsdeildinni og ekki tapað deildarleik síðan 18. september þegar 0-3 tap var niðurstaðan gegn Mónakó.

Þjálfari liðsins er áhugaverðasti stjórinn í Evrópuboltanum, enski-Belginn Will Still.

Still spilaði mikið Football Manager tölvuleikinn í æsku en er nú að upplifa drauminn. Árangurinn hefur verið þannig að um hann er talað og eftir honum tekið.

Besti leikmaður Reims á tímabilinu hefur þá verið Folarin Balogun, lánsmaður frá Arsenal. Hann er búinn að gera 15 mörk í 25 deildarleikjum.

Reims er sem stendur í áttunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar en liðið er að berjast um að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner