Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. júní 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristín Dís spáir í 7. umferð Bestu deildar kvenna
Kristín Dís er leikmaður Bröndby í Danmörku.
Kristín Dís er leikmaður Bröndby í Danmörku.
Mynd: Bröndby/Mikkel Joh
Katrín Ásbjörnsdóttir mætir sínum gömlu liðsfélögum í Stjörnunni.
Katrín Ásbjörnsdóttir mætir sínum gömlu liðsfélögum í Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Dögg Björgvinsdóttir, leikmaður Víkings, var með þrjá rétta þegar hún spáði í síðustu umferð Bestu deildar kvenna, en það var sjötta umferðin.

Sjöunda umferðin verður leikin að stærstu leyti í kvöld en Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Bröndby, spáir í leiki umferðarinnar að þessu sinni. Hér fyrir neðan má sjá hennar spá.

Keflavík 1 - 2 ÍBV (18:00 í kvöld)
Bæði lið sár eftir tap í síðustu umferð en ég held þetta verði hörkuleikur. ÍBV tekur þetta á seiglunni og vinnur góðan 1-2 útisigur.

Tindastóll 0 - 3 Þróttur R. (19:15 í kvöld)
Tindastóll gerði góða ferð til Vestmannaeyja í síðasta leik en Þróttarar eru of stór biti fyrir þær. Öruggur 0-3 sigur hjá Þrótti. Katie setur allavega eitt og Olla kemst á blað og setur sitt fyrsta mark á þessu tímabili.

Valur 2 - 2 Þór/KA (19:15 í kvöld)
Hörkuleikur á Hlíðarenda. Þór/KA tapaði óvænt á heimavelli í síðasta leik og mæta brjálaðar til leiks. Ég held hins vegar að leikurinn endi í 2-2 jafntefli og við fáum smá dramatík. Jessen heldur áfram að skora og setur bæði mörkin fyrir sitt lið. Bryndís og Ásdís skora fyrir Val.

FH 1 - 0 Selfoss (19:15 í kvöld)
FH er það lið sem hefur komið skemmtilega á óvart. Hins vegar hefur Selfoss átt erfitt uppdráttar. Þessi leikur endar 1-0 fyrir FH. Mackenzie hefur verið mjög góð og skorar sigurmarkið.

Breiðablik 2 - 0 Stjarnan (18:00 á morgun)
Stórleikur umferðarinnar. Mínar konur í Breiðablik taka þetta á heimavelli 2-0. Taylor setur eitt með langskoti, svo ætla ég að setja pressu á systur mína hana Ástu Eir en hún mun eiga rosalega stoðsendingu á Katrínu Ásbjörns sem skorar á móti sínu gamla liði.

Fyrri spámenn:
Perry Maclachlan (4 réttir)
Selma Dögg Björgvinsdóttir (3 réttir)
Sandra Sigurðardóttir (2 réttir)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (1 réttur)
Óskar Smári Haraldsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner