Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 22. maí 2023 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sandra Sigurðar spáir í 5. umferð Bestu kvenna
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra spáir Valssigri í kvöld.
Sandra spáir Valssigri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmta umferð í Bestu deild kvenna fer fram í dag, á morgun og hinn. Þrír leikir fara fram í kvöld, einn leikur fer fram annað kvöld og umferðinni lýkur á miðvikudagskvöld.

Hrafnkell Freyr spáði í leiki síðustu umferðar og var með einn leik réttan. Nú er hins vegar komið að Söndru Sigurðardóttur að spá í spilin. Sandra lagði hanskana á hilluna í vetur eftir farsælan feril. Hún hjálpaði Val að vinna tvennuna síðasta sumar og varði mark íslenska landsliðsins undanfarin ár.

Valur 3 - 0 ÍBV (í dag 18:00)
Held að mitt lið Valur komi snælduvitlausar til leiks eftir tap í siðasta leik. Þó svo að ÍBV komi með sjálfstraust eftir þeirra seinasta leik þá held ég að þetta verði erfiður róður fyrir þær. Byrjar með mikilli baráttu og jafnræði fyrst um sinn en svo held ég að Valur taki þetta 3-0.

Þróttur 2 - 2 Þór/KA (í dag 18:00)
Þróttarastelpurnar eru ekki að fara að leyfa norðanstelpum að koma í Laugardalinn og taka einhver 3 stig þar! Verður hörkubarátta, bæði lið vilja vinna. Endar 2-2.

Keflavík 1 - 2 Selfoss (í dag 19:15)
Selfosskonur ekki með eins mörg stig og þær myndu vilja, eru að vinna í að finna takt og safna stigum. Ekkert grín að fara suður með sjó og ætla e-ð að ná í stig svo auðveldlega. Verður barningur og alveg bókað rok sem gerir öllum aðeins erfiðara fyrir. Selfoss tekur þetta á endanum 2-1.

Breiðablik 3 - 2 FH (á morgun 19:15)
Held að Breiðablik séu búnar að fara vel yfir málin eftir síðasta leik og ætla sér klárlega 3 stig. Hinsvegar eru sprækar og hugrakkar FH stelpur ekki að fara að gefa neitt eftir. Verður mikil harka. Blikar taka þetta 3-2.

Tindastóll 0 - 1 Stjarnan (miðvikudag 19:15)
Það er seigla og harka í Króksurum, stemmari í bænum eftir að körfuboltastrákarnir unnu og það gefur stelpunum aukakraft. Stjarnan eru með sjálfstraust. Það mun taka þær tíma að brjóta heimakonur niður, lauma inn einu í lokin. 1-0 fyrir Stjörnunni.

Fyrri spámenn:
Perry Maclachlan (4 réttir)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (1 réttur)
Óskar Smári Haraldsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Heimavöllurinn: Hættir á toppnum eftir 21 tímabil
Heimavöllurinn: Stuð, stemmning og rafmagnaður Húsvíkingur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner