þri 06. júlí 2021 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire var í stúkunni þegar Ísland lagði England
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: EPA
Harry Maguire er í dag leikmaður enska landsliðsins og fyrirliði Manchester United.

Hann er að spila með Englandi á Evrópumótinu en síðast þegar England var á EM, þá var Maguire upp í stúku.

Maguire var þá leikmaður Hull City, liðs sem komst upp úr ensku Championship-deildinni.

Maguire var ekki leikmaður enska landsliðsins, hann var stuðningsmaður og hann skellti sér til Frakklands þar sem Englendingar mættu Íslandi í 16-liða úrslitunum. Þetta átti að vera auðvelt fyrir England en annað kom á daginn og Ísland vann 2-1, eftirminnilegan sigur.

Daily Mail rifjar upp þegar Maguire sat í stúkunni í Nice. „Það voru nokkur kvöld sem voru mikil vonbrigði. En þegar ég lít til baka þá var þetta frábær tími vegna þess að ég var þarna að horfa á fólk sem ég leit upp til."

„Núna líta stuðningsmenn upp til Maguire," segir í grein Daily Mail en Maguire þekkir það vel að líða ömurlega sem stuðningsmaður Englands.

Á morgun ætlar Maguire að reyna að hjálpa Englandi að komast í úrslitaleik EM þegar Englendingar mæta Danmörku í undanúrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner