Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 06. júlí 2022 08:58
Brynjar Ingi Erluson
Andri Fannar til NEC Nijmegen á láni frá Bologna (Staðfest)
Andri Fannar Baldursson spilar í Hollandi á komandi leiktíð
Andri Fannar Baldursson spilar í Hollandi á komandi leiktíð
Mynd: NEC Nijmegen
Íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson gerði í dag eins árs lánssamning við hollenska félagið NEC Nijmegen en hann kemur til félagsins frá Bologna.

Andri Fannar, sem er tvítugur, var á láni hjá FCK frá Bologna á síðasta tímabili en hann spilaði lítið vegna meiðsla.

Hann hefur nú fundið sér nýtt félag en hann mun spila með NEC Nijmegen næsta árið á láni frá Bologna.

Hollenska félagið á þá forkaupsrétt á honum á meðan lánsdvölinni stendur.

NEC hefur áður reynt að fá Andra Fannar, sem er uppalinn í Breiðabliki, en þetta segir Ted van Leeuwen, yfirmaður íþróttamála NEC, á heimasíðu félagsins.

„Andri er með tæknilega hæfileika sem vinnur getur einnig unnið mikið án bolta. Við reyndum að fá hann á síðasta ári en við vorum aðeins of seinir útaf umspilinu," sagði van Leewuen.

NEC Nijmegen hafnaði í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner