Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   þri 06. ágúst 2024 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tarik seldur frá Vestra (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tarik Ibrahimagic hefur verið seldur frá Vestra. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu sinni á samfélagsmiðlum í dag.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Tarik að ganga í raðir Víkings og verður væntanlega kynntur þar fljótlega.

Í tilkynningu Vestra segir að klásúla í samningi Tarik hafi verið virkjuð og því gat Vestri ekkert annað gert en að samþykkja tilboðið. Víkingur var ekki eina félagið sem virkjaði klásúlúna því Valur gerði það einnig. Tarik hefur hins vegar ákveðið að ganga í raðir Íslands- og bikarmeistaranna.

Tarik er 23 ára danskur miðjumaður sem gekk í raðir Vestra síðasta sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Bestu deildinni. Hann var algjör lykilmaður í liðinu og vildi Vestri ekki missa hann, en félagið gat ekkert gert þegar klásúlan var virkjuð og tækifæri til að spila með toppliðinu stóð til boða. Hann var samningsbundinn Vestra út tímabilið.

Tilkynning Vestra
Tarik Ibrahimagic hefur verið seldur. Klásúla í samning Tariks við Vestra hefur verið virkjuð sem gerir félaginu ómögulegt að halda í þennan öfluga leikmann. Tarik kom til liðs við Vestra um mitt tímabil í fyrra og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina.

Stefnan var að Tarik myndi klára tímabilið en því miður er raunin önnur. Full vinna er farin í það að finna öfluga leikmenn og styrkja liðið fyrir lokaátökin.

Við þökkum Tarik fyrir framlag hans til félagsins og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner